Um Grænubyggð
Grænabyggð mun rísa í landinu Grænaborg svæði 1 í Vogum. Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu.
Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli. Allir innviðir eru þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins. Áhugasamir get kynnt sér deiliskipulagstillöguna með því að ýta hér.
Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.
Hér má nálgast viðtal við Sverrir Pálmason í Morgunblaðinu þann 30. júní 2021.
Staðsetning
Grænabyggð er sérstaklega vel staðsett fyrir þá sem vilja vera í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi. Vogar er einstaklega barnvænt sveitafélag og þar er stutt í alla helstu þjónustu og tómstundir, sem þýðir minni tími í skutl og meiri tími til að njóta. Þá er óspillt náttúra aðeins steinsnar frá hverfinu.
Grænabyggð er mitt á milli tveggja stærstu atvinnukjarna landsins. Í aðra áttina er höfuðborgarsvæðið í aðeins um 15 mínútna akstursfjarlægð og í hina er Keflavíkurflugvöllur í svipaðri fjarlægð, en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun starfa í tengslum við flugvöllinn á komandi árum. Þá eru fjölmörg störf tengd ferðaþjónustu á svæðinu og má til dæmis nefna Bláa Lónið í því samhengi.


Myndband
Lóðir
Landið að Grænaborg svæði 1 er í eigu félagsins Grænubyggðar ehf. og mun félagið vinna að þróun landsins í samstarfi við verktaka. Ekki hika við að senda póst á fyrirspurn@graenabyggd.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu hverfisins, ert með fyrirspurn varðandi lóðir eða hefur einhverjar spurningar varðandi verkefnið.
Verðskrá
Grænabyggð ehf.
Grænabyggð er í eigu félagsins Grænubyggðar ehf. Frekari upplýsingar veita eftirfarandi aðilar:
- Árni Helgason – arni@graenabyggd.is
- Jóhannes Árnason – johannes@graenabyggd.is
- Sverrir Pálmason – sverrir@graenabyggd.is – GSM: 867-1001