Grænabyggð

Grænabyggð rís í landi Grænuborgar í norðanverðum Vogum.

Grænabyggð

Grænabyggð rís í landi Grænaborgar norðanmegin í Vogum.

Fjölbreyttar lóðir

Einbýli upp í fjölbýli

Barnvænt samfélag

í nálægð við náttúruna

Stutt til borgarinnar

15 mínútna akstur til Hafnarfjarðar

Um Grænubyggð

Grænabyggð rís í landi Grænaborgar norðanmegin við núverandi byggð í Vogum. Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu.

Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli. Allir innviðir eru þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins. Áhugasamir get kynnt sér deiliskipulagstillöguna með því að ýta hér.

Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.

graenabyggd-kort-1-1200x900
graenabyggd-kort-2-1200x900

Staðsetning

Grænabyggð er sérstaklega vel staðsett fyrir þá sem vilja vera í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi. Vogar er einstaklega barnvænt sveitafélag og þar er stutt í alla helstu þjónustu og tómstundir, sem þýðir minni tími í skutl og meiri tími til að njóta. Þá er óspillt náttúra aðeins steinsnar frá hverfinu.

Grænabyggð er mitt á milli tveggja stærstu atvinnukjarna landsins. Í aðra áttina er höfuðborgarsvæðið í aðeins um 15 mínútna akstursfjarlægð og í hina er Keflavíkurflugvöllur í svipaðri fjarlægð, en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun starfa í tengslum við flugvöllinn á komandi árum. Þá eru fjölmörg störf tengd ferðaþjónustu á svæðinu og má í því sambandi nefna Bláa lónið.

Íbúðaverkefni í Grænubyggð

Öflug uppbygging í Grænubyggð gerir það að verkum að á hverjum tíma eru til sölu nýjar íbúðir bæði í fjölbýlishúsum og raðhúsum. Það má því vera að þín draumaeign sé að verða tilbúin og um að gera að skoða úrvalið.

ibudir

Náttúran í návígi

Staðsetning Grænubyggaðar er mitt i náttúru Reykjaness nærri sjónum og með útsýni út í Garð, til Reykjavíkur og á góðum dögum á Snæfellsjökul.

Við Kálfatjörn er glæsilegur níu holu golfvöllur og er fjöldi tækifæra fyrir náttúrunnendur að njóta þess besta sem nærumhverfið býður uppá.

Þá er enga stund verið að renna hvort sem er til höfuðborgarsvæðisins eða að komast í verslanir og þjónustu í Keflavík.

Náttúran í návígi

Staðsetning Grænubyggaðar er mitt i náttúru Reykjaness nærri sjónum og með útsýni út í Garð, til Reykjavíkur og á góðum dögum á Snæfellsjökul.

Við Kálfatjörn er glæsilegur níu holu golfvöllur og er fjöldi tækifæra fyrir náttúrunnendur að njóta þess besta sem nærumhverfið býður uppá.

Þá er enga stund verið að renna hvort sem er til höfuðborgarsvæðisins eða að komast í verslanir og þjónustu í Keflavík.

Helena

Helena hefur verið búsett í Vogunum í tvö á og var það náttúran og kyrrðin sem fékk hana til þess að falla fyrir staðnum.  Hún segir að það henti sér vel að aka spölkorn heim og ná á leiðinni að losa sig við amstur vinnudagsins.

Vogarnir skarta göngustígum sem hún nýtir sér óspart og hjólastíg út alla Vatnsleysuströndina.

Þegar að við hittum Helenu var einstök blíða og segir hún að það sé ekkert óvanalegt að í Vogunum sé stafalogn.

Sandra og Ívar

Fyrir rúmlega tveimur árum fluttu Sandra og Ívar í Vogana. Þau eru hluti af þeim nýbúum sem hafa ákveðið að setjast að suður með sjó og  segja að Vogabúar hafi tekið þeim einstaklega vel og séu aðgengilegir og hlýir.

Þá er stutt fyrir þau að fara í sund, líkamsrækt og út í náttúruna í gönguferð með hundinn og njóti þau gjanan fegurð sólarlagsins sem gjanan gyllir hafflötinn.

Grænabyggð

Í Grænubyggð munu rísa um 800 íbúðir yfir 10 ára tímabil og er áætlað að hverfið muni hýsa um 1.500 íbúa.

Sendið fyrirspurnir á: fyrirspurn@graenabyggd.is

Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.